CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að Bandaríkin reki fimm sendiskrifstofur í landinu auk sendiráðs í Nýju Delí.
Byrjað var að bólusetja starfsmenn sendiráðanna og fjölskyldur þeirra fyrir tveimur vikum. CNN hefur eftir heimildarmönnum að það hafi vakið töluverða óánægju meðal starfsmanna að þeir hafi fengið litlar upplýsingar um hvenær yrði bólusett og að þeim hafi fundist þeir sitja á hakanum því margir stjórnarerindrekar í Evrópu hafi nú þegar verið bólusettir.