fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Auglýsingin sem setti Airbnb á hliðina – Það var bara eitt stórt vandamál

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 05:21

Auglýsingin sem gerði allt vitlaust. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptavinir Airbnb tóku svo sannarlega vel á móti auglýsingu sem var birt nýlega á vefsíðunni. Þar var hús í Clapham í Lundúnum auglýst til leigu og af myndunum má ráða að hér sé um sannkallaða glæsieign að ræða. Lúxusrúm, glæsilegt veggfóður, glæsilegar stofur og glansandi ljósakrónur.

Það er ansi glæsilegt. Skjáskot/YouTube
Þetta er bara eins og í ævintýri. Skjáskot/YouTube

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verðið var ekki til að skemma fyrir en nóttin var verðlögð á sem nemur um 20.000 íslenskum krónum sem þykir ekki mikið í stórborginni. En það var eitt stórt vandamál við þetta allt saman.

Það var að á bak við auglýsinguna voru YouTube-hrekkjalómarnir Archie Manners og Josh Pieters. Þeir hafa nú birt myndband á YouTube þar sem fara yfir málið og segja áhorfendum að það sé nú ekkert lúxushús sem þeir auglýstu til leigu. Þetta er dúkkuhús!

New York Post hefur eftir þeim að þeir hafi viljað blekkja þá fjölmörgu Breta sem leita sér að íbúðum og húsum til leigu á Airbnb. „Okkur Archie datt í hug að auglýsa eitt minnsta hús heims á einni stærstu vefsíðu heims,“ sagði Pieters í samtali við New York Post.

Þeir fengu dúkkuhúsið hjá Emmu Watson, sem hannaði það og smíðaði. Það er allt hið glæsilegasta eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og ljóst að smáatriðum hefur verið gefinn góður gaumur við hönnun þess og smíði. Þar eru bækur, blóm, málverk og ljósakrónur.

Þessu féllu margir fyrir. Skjáskot/YouTube

Það var móðir Pieters, Diane, sem tók að sér hlutverk leigusalans í auglýsingunni á Airbnb en hún var með fyrirsögninni „Lúxus hús frá nítjándu öld.“

Hrekkjalómarnir gerðu eitt og annað til að gefa í skyn að hér væri um dúkkuhús að ræða. Þeir komu til dæmis ekta vatnsflösku fyrir í einum ganginum og gjafakorti á stærð við greiðslukort á baðherberginu. Í einum speglanna sést síðan spegilmynd þeirra.

Airbnb samþykkti auglýsinguna og féll þar með í sömu gildru og fjölmargir aðrir. Á örskömmum tíma bárust bókanir fyrir sem svarar til um einnar milljónar íslenskra króna.

Félagarnir hafa nú fjarlægt auglýsinguna og taka sérstaklega fram að þeir hafi ekki fengið neitt greitt frá þeim sem vildu gjarnan leigja húsið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga