fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Drífa er ekki sátt með Ásthildi og Akureyri – „Þetta er algerlega sturlað“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 20:00

Drífa og Ásthildur. Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er algerlega sturlað!“

Þetta segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Það sem Drífu finnst vera sturlað eru ummæli Ásthildar Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri. Í frétt mbl.is talar Ásthildur um að kostnaðurinn við rekstur hjúkr­un­ar­heim­ila á Ak­ur­eyri muni lækka.

Ástæðan fyrir því að kostnaðurinn lækkar er sú að nýir starfsmenn verða ráðnir á öðrum samningum en þeim sem þeir sem unnu fyrir Akureyrarbæ voru á þegar reksturinn var í höndum bæjarins.

„Það á að varpa öllum þeim árangri sem náðst hefur síðustu áratugi í kjarabaráttu starfsfólks hjúkrunarheimila fyrir róða í einni stærstu einkavæðingu síðari ára,“ segir Drífa sem er greinilega ekki sátt með stöðu mála fyrir norðan. „Þjónustan verður ekki betri, reksturinn verður ekki ódýrari þegar þarf að sýna hagnað og laun og kjör starfsfólks versna. Það þarf að vinda ofanaf þessari vitleysu strax!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar