Daniel Sturridge fyrrum framherji Liverpool og fleiri liða hefur í heilt ár verið atvinnulaus, enski framherjinn hefur verið orðaður við nokkur lið en ekkert hefur gerst.
Sturridge er 31 árs gamall en hann lék síðast með Trabzonspor í Tyrklandi, hann var dæmdur í fjögurra mánaða bann í mars á síðasta ári fyrir að brjóta veðmálareglur.
Sturridge hefur síðan þá haldið sér í formi og hefur bætt á sig gríðarlegu miklu magni af vöðvum, hann vonast til að finna sér nýtt félag til að spila fyrir í sumar.
„Uppbygging í gangi,“ skrifar Sturridge á Instagram og birtir mynd af sér þar sem gríðarleg breyting sést á honum.
Sturridge lék með Liverpool til ársins 2019 en áður hafði hann spilað með Manchester City og Chelsea. Sturridge á að baki 25 landsleiki fyrir England.
Sturridge hefur skorað 77 mörk í ensku úrvalsdeildinni og unnið Meistaradeildina í tvígang, fyrst með Chelsea og síðan með Liverpool sumarið 2019.
Breytinguna á honum má sjá hér að neðan.