Manchester United hefur hert öryggisgæsluna á æfingasvæði félagsins eftir atburðinn í síðustu viku, þá brutu stuðningsmenn sér leið inn á svæðið.
Leikmenn Manchester United voru hreinlega hræddir þegar þeir mættu á æfingu í síðustu, þeir telja að öryggisgæslan á æfingasvæði félagsins hafi ekki verið nógu öflug. Félagið hefur ákveðið að bregðast við og er hert gæsla nú á svæðinu.
Stuðningsmenn Manchester United söfnuðust saman við æfingasvæði félagsins á fimmtudag í síðustu vikur til að mótmæla Glazer fjölskyldunni sem á klúbbinn. Ole Gunnar Solskjaer þurfti á endanum að koma út og róa mannskapinn niður.
Leikmennirnir telja að stuðningsmenn sem og aðrir eigi ekki að geta brotið sér leið inn á æfingasvæðið.
Amerísku eigendurnir eru taldir hafa verið arkitektar Ofurdeildarinnar sem tilkynnt var á sunnudag. Ensku klúbbarnir staðfestu allir brottför sína úr deildinni á þriðjudag fyrir viku eftir vaxandi neikvæða umræðu frá sjónvarpsstöðvum, aðdáendum og ríkisstjórn Bretlands.