Jose Mourinho er atvinnulaus en hefur litlar áhyggjur, Mourinho fékk vel borgað þegar Tottenham ákvað að reka hann úr starfi fyrir rúmri viku síðan.
Í dag eru sjö ár frá því að Mourinho var stjóri Chelsea þegar liðið hélt á Anfield og skemmdi titilvonir Liverpool. Þá var Liverpool undir stjórn Brendan Rodgers. Mourinho rifjar upp þennan dag á Instagram.
Liðið hafði spilað frábærlega allt tímabilið og mætti Chelsea sem var að berjast í Evrópu, Mourinho mætti því með hálfgert varalið.
Leikurinn er frægastur fyrir það þegar Steven Gerrard rann á rassinn og Chelsea komst í 0-1 en leikurinn endaði að lokum 0-2. Tapið varð til þess að Manchester City varð að lokum meistari.
„Anfield, apríl 27th 2014. Halda í boltann,“ skrifar Mourinho við mynd af því þegar hann hélt á boltanum og Gerrard reyndi að ná honum af honum.
View this post on Instagram