fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Hann lofaði að breyta mold í gull – Fékk milljónir og fangelsisdóm

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 09:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2014 var byrjað að bjóða bandarískum fjárfestum upp á vænlega fjárfestingu. Í henni fólst að breyta átti mold í gull. Með þessu fyrirheiti tókst að svíkja milljónir dollara út úr fjárfestum sem létu gullglampa blekkja sig.

Samkvæmt frétt CNN þá var einn af mönnunum á bak við þetta svindl, Marc Tager 55 ára, nýlega dæmdur í 43 mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í svikunum. Hann var sakfelldur fyrir fjársvik, peningaþvætti og ólöglega vopnaeign.

Hann er einn fjögurra manna sem hafa verið ákærðir fyrir svikin en fórnarlömbin voru 140, flest eldri en 65 ára. Hinir þrír hlutu dóma á síðasta ári.

Mennirnir sögðu fjárfestum að þeir hefðu yfir að ráða nýrri byltingarkenndri tækni, nanótækni, sem gerði þeim kleift að vinna öragnir, úr gulli, úr mold. Allt hljómaði þetta vel og spennandi í eyrum væntanlegra fjárfesta sem létu margir hverjir glepjast af gylliboðinu. En þeir vissu ekki að Tager kynntist einum samverkamanni sínum þegar þeir afplánuðu fangelsisdóma í sama fangelsinu. Það voru dómar fyrir fjársvik. Tager fyrir póstsvik en félagi hans fyrir svik í tengslum við sjónvarpsmarkað en hann hafði um 50 milljónir dollara upp úr þeim.

Félagarnir sögðu væntanlegum fjárfestum að peningarnir yrðu notaðir til að greiða fyrir land, tækjabúnað og nauðsynleg efni til gullvinnslunnar. Þeim var heitið gríðarlegum ávinningi af fjárfestingunni. Heimasíða var sett á laggirnar þar sem fram kom að fyrirtæki þeirra ætti 80 ekrur lands þar sem verðmætt járngrýti væri að finna og að með byltingarkenndri tækni væri hægt að fá 20 sinnum meiri verðmæti úr vinnslu á járngrýtinu en með hefðbundnum aðferðum. Fjárfestum var lofað 100% ávöxtun á fjárfestingu sinni á aðeins 12 mánuðum. Með þessu tókst svikahröppunum að afla sér 8 milljóna dollara. Saksóknarar telja að aðeins 3 milljónir hafi verið notaðar til að greiða fyrir lögleg útgjöld fyrirtækisins en afganginn hafi þeir notað sjálfir.

Hinir svikahrapparnir hlutu einnig fangelsisdóma, frá 24 mánuðum til 72.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Í gær

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum