fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Bandaríkin ætla að gefa öðrum löndum 60 milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 07:00

Bóluefni frá AstraZeneca. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin hafa ekki þörf fyrir bóluefni frá AstraZeneca og ætla því að gefa öðrum löndum þá 60 milljónir skammta sem þau hafa samið um kaup á.

Andy Slavitt, aðalráðgjafi ríkisstjórnarinnar um heimsfaraldurinn, skýrði frá þessu á Twitter. Hann skrifaði að bóluefnin verði gefin „þegar þau eru tiltæk“. „Til allra þeirra sem skiljanlega segja: „Kominn tími til“ eða „eftir hverju var verið að bíða“ þá er mjög lítið magn tiltækt núna og af þeim sökum erum við ekki að tapa neinum tíma,“ skrifaði hann einnig en skýrði ekki nánar frá hvað þurfi til til að skammtarnir verði tiltækir.

Fulltrúar Hvíta hússins segja að Bandaríska lyfjastofnunin, FDA, verði að staðfesta að bóluefnið uppfylli þær gæðakröfur sem gerðar eru áður en það verður sent úr landi. AP segir að bóluefnið verði gefið öðrum löndum á næstu mánuðum þegar búið verður að staðfesta gæði þess.

Jeff Ziens, talsmaður Hvíta hússins, sagði að um 10 milljónir skammta fái fljótlega gæðavottun og verði sendir úr landi. 50 milljónir skammta séu á „mismunandi framleiðslustigum“ og verði væntanlega sendir úr landi í maí og júní.

Ekki var skýrt frá hvaða lönd fá bóluefnið. Talsmenn Hvíta hússins segja að Bandaríkin hafi ekki þörf fyrir bóluefnið frá AstraZeneca á næstu mánuðum og því verði það gefið. Ekkert hefur verið notað af bóluefni AstraZeneca í Bandaríkjunum því það hefur ekki enn fengið markaðsleyfi hjá FDA. Bóluefnin frá Moderna, Pfizer/BioNTech og Johnson & Johnson eru notuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti