fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Góður gangur í bandarísku efnahagslífi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 22:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á nokkrum vikum misstu rúmlega 22 milljónir Bandaríkjamanna vinnuna eftir að heimsfaraldurinn skall á. Þetta var að sjálfsögðu mikið áhyggjuefni og margir töldu að nú væri erfið efnahagskreppa að skella á. En nú er útlitið öllu bjartara og margir sérfræðingar telja bjarta tíma fram undan í efnahagslífinu.

Þegar atvinnuleysið jókst óttuðust margir að það myndi hafa í för með sér að fólk myndi taka mikið af neyðarlánum til að framfleyta sér og að í kjölfarið myndi gjaldþrotum og nauðungaruppboðum fjölga. Það var einmitt það sem gerðist þegar fjármálakreppan skall á 2008.

En í heimsfaraldrinum hefur þetta ekki gerst því bandarískir neytendur hafa ekki orðið fyrir jafn miklum skakkaföllum og áður og hafa því ekki tekið neyðarlán í þeim mæli sem reiknað var með. Þegar atvinnuleysið náði hámarki á öðrum ársfjórðungi 2020, þá mældist það 13,1%, dró úr slíkum lántökum miðað við það sem var á fyrsta ársfjórðungi 2020.

Það sem skiptir mestu máli í þessu sambandi er að þingið brást hratt við og dældi 2.000 milljörðum dollara inn í efnahagslífið, meðal annars til að greiða atvinnuleysisbætur og einnig fengu flestar fjölskyldur landsins ávísun frá ríkinu til að tryggja að neyslan myndi ekki dragast eins mikið saman. Þá skipti sveigjanleg peningastefna bandaríska seðlabankans einnig máli.

Spár gera ráð fyrir 6 til 7% hagvexti í Bandaríkjunum í ár. Hjálparpakki ríkisins upp á 1.900 milljarða dollara skiptir þar miklu sem og hröð bólusetning landsmanna. Samkvæmt nýjustu tölum heilbrigðisyfirvalda hafa að minnsta kosti 140 milljónir Bandaríkjamanna, 18 ára og eldri, fengið einn skammt af bóluefni og af þeim hafa 95 milljónir lokið bólusetningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið