fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Fréttir

Kári sendir skýr skilaboð til Íslendinga – „Fyrir þig og fyrir alla hina“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 26. apríl 2021 19:29

Kári Stefánsson. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrir þig og fyrir alla hina láttu bólusetja þig“

Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í færslu sem hann birti á Facebook í dag. Færslan hefur vakið töluverða athygli á skömmum tíma en í færslunni sendir Kári skýr skilaboð til landsmanna. Hann segir að AstraZeneca bóluefnið veiti góða vörn gegn kórónuveirunni og að það sé næstum hættulaust.

„Það má hins vegar ekki gleyma því að það eru engin lyf sem virka á sjúkdóma sem eru með öllu hættulaus og á það sama við um bóluefni. Þess vegna er það kýrskýrt að þegar lyfi eða bóluefni er beitt á tugir milljóna manns þá verða einhverjir fyrir aukaverkunum.“

Kári segir að í tilfelli bóluefnisins AstraZenica sé sá fjöldi algjörlega hverfandi miðað við þann fjölda sem á bóluefninu líf sitt og heilsu að þakka. „Ég lét bólusetja mig með þessu ágæta bóluefni fyrir nokkrum vikum og hlaut af því engan skaða annan en þann að vegna þess að ég var kallaður inn með litlum fyrirvara þá var ég ekki rétt búinn til athafnarinnar og leit út eins og það óálitlega gamalmenni sem ég er á myndum sem voru teknar af athöfninni,“ segir Kári og biðlar að lokum til fólks að fara í bólusetningu.

„Í guðanna bænum þiggið björgina og látið bólusetja ykkur þegar boðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar
Fréttir
Í gær

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara
Fréttir
Í gær

Gerðu myndband um norræna samvinnu en slepptu einu – Myndband

Gerðu myndband um norræna samvinnu en slepptu einu – Myndband
Fréttir
Í gær

Svara fréttastjóra RÚV um það sem hann segir ófrægingarherferð- „Þúsundir gamalla stuðningsmanna RÚV eru á öðru máli“

Svara fréttastjóra RÚV um það sem hann segir ófrægingarherferð- „Þúsundir gamalla stuðningsmanna RÚV eru á öðru máli“