Stuðningsmenn Liverpool fagna þeim spilum sem Ofurtölvan á Englandi stokkaði í dag en hún reiknar með því að Liverpool nái Meistaradeildarsæti.
Ofurtölvan spáir því að Chelsea muni missa flugið undir lok móts og enda í sjöunda sæti deildarinnar, erfiðir leikir og barátta í Meistaradeildinni gætu truflað Chelsea.
Liverpool situr í sjötta sæti deildarinnar, Mirror birtir útreikninga Ofurtvölunnar og því er spáð að Liverpool taki Meistaradeildarsæti á markatölu.
Því er spáð að bæði Liverpool og West Ham taki 66 stig en að Leicester haldi í þriðja sætið þar sem liðið mun fá 69 stig ef Ofurtölvan stokkaði spilin sín rétt.
Liverpool heimsækir Manchester United í næstu umferð en talið er nánast klárt að United klári annað sætið í deildinni. Liverpool er með 54 stig í dag en Ofurtölvan spáir því að Liverpool vinni fjóra af síðustu fimm leikjunum.
Ofurtölvan:
3 – Leicester – 69 stig
4 – Liverpool – 66 stig
———————————————–
5 – West Ham – 66 stig
6 – Tottenham – 64 stig
7 – Chelsea – 64 stig