Chelsea er sagt leiða kapphlaupið um Raphael Varene varnarmann Real Madrid en hann er til sölu í sumar. Spænskir miðlar fjalla um málið.
Varane mun í sumar aðeins eiga ár eftir af samningi sínum við Real Madrid og hefur ekki tekist að ná samkomulagi um nýjan samning.
Real Madrid hefur svo náð samningi við David Alaba um að koma frá FC Bayern í sumar, félagið gæti því selt Varane í sumar til að búa sér til fjármuni.
Manchester United hefur verið sterklega orðað við Varane síðustu vikur en Mundo Deportivo segir að Chelsea leiði nú kapphlaupið.
Chelsea er tilbúið að borga rúmar 60 milljónir punda fyrir Varane sem er sá verðmiði sem Real Madrid setur á hann. Þá er sagt frá því að PSG hafi einnig áhuga.