fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Stefnumótaappið kom upp um hann

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. apríl 2021 04:52

Stefnumótaappið varð honum að falli. Mynd:FBI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust muna flestir eftir árás stuðningsmanna Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, á þinghúsið í Washington D.C. þann 6. janúar. Í kjölfarið hóf alríkislögreglan FBI rannsókn á málinu og hefur fjöldi manna verið handtekinn síðan. Síðasta fimmtudag var einn til viðbótar handtekinn en það var stefnumótaapp sem varð honum að falli.

Hann heitir Robert Chapman. Það var stefnumóttappið Bumble sem varð honum að falli en þar skrifaði hann: „Ég tók þátt í árásinni á þinghúsið.“ CNN skýrir frá þessu.

Væntanlega hefur hann skrifað þetta til að ganga í augun á þeim sem hann var að skrifast á við en óhætt er að segja að það hafi ekki borið árangur. Sá sem hann var að skrifast á við svaraði honum að honum/henni fyndist ekki vera neitt sem tengdi þau/þá saman.

Skilaboð sem Chapman sendi. Mynd:FBI

 

 

 

 

 

 

Samkvæmt dómsskjölum sendi Chapman skilaboð til viðkomandi viku eftir árásina á þinghúsið. Móttakandi skilaboðanna setti sig fljótlega í samband við FBI eftir að Chapman skýrði frá þátttöku sinni í árásinni á þinghúsið en fimm manns létust í henni.

Hann stærði sig einnig af árásinni á þinghúsið á Facebook. Mynd:FBI

Chapman var einnig mjög virkur á Facebook en þar notaði hann nafnið Erick. Þar skrifaði hann meðal annars: „Ég er inni í þinghúsinu.“

Hann hefur verið kærður fyrir þátttöku í árásinni en auk hans hafa tæplega 400 til viðbótar verið kærðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann