Nokkrum leikjum lauk fyrr í dag í Mjólkurbikar karla. ÍBV er komið áfram í næstu umferð eftir sigur á Reyni Sandgerði og Stokkseyri vann sterkan sigur á KFB.
Á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum tóku heimamenn í ÍBV á móti Reyni Sandgerði.
Gary Martin, kom ÍBV yfir með marki á 5. mínútu. Guðjón Pétur Lýðsson, tvöfaldaði síðan forystu heimamanna rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.
Kristófer Páll Viðarsson, minnkaði muninn fyrir Reyni á 52. mínútu en tvö mörk frá Gonzalo Zamorano og Eyþóri Orra Ómarssyni, tryggðu ÍBV 4-1 sigur og sæti í næstu umferð Mjólkurbikarsins.
ÍBV mætir Kórdrengjum í næstu umferð
Á Bessastaðavelli tóku heimamenn í KFB á móti Stokkseyri. Leiknum lauk með 5-0 öruggum sigri Stokkseyrar sem mætir sigurvegaranum í leik KM og Hauka sem fram fer seinna í dag.