Villarreal tók á móti Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 2-1 sigri Barcelona en leikið var á heimavelli Villarreal, Estadio De La Cerámica.
Villarreal komst yfir í leiknum með marki frá Samuel Chukwueze á 26. mínútu.
Það tók Barcelona hins vegar aðeins tvær mínútu að jafna leikinn. Það gerði Antoine Griezmann með marki eftir stoðsendingu frá Óscar Mingueza.
Griezmann var síðan aftur á ferðinni er hann kom Barcelona í stöðuna 2-1 með marki á 35. mínútu.
Á 65. mínútu fékk Manu Trigueros, leikmaður Villarreal, að líta rauð spjaldið.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og sterkur 2-1 útisgigur Börsunga staðreynd. Barcelona situr í 2. sæti deildarinnar með 71 stig, tveimur stigum á eftir Atletico Madrid sem mætir Athletic Bilbao í kvöld.
Villarreal er í 7. sæti með 49 stig.