Union Berlin og Werder Bremen, mættust í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Leiknum lauk með 3-1 sigri Union Berlin en Joel Pohjanpalo skoraði öll mörk heimamanna í leiknum.
Á 16. mínútu átti sér stóð ótrúleg atburðarrás þegar að varnarmaður Werder Bremen varð fyrir þremur bylmingsskotum.
Hann sinnti svo sannarlega varnarskyldu sinni í þessu tilviki en ætla má að þetta hafi verið vont.
— Out Of Context Football (@nocontextfooty) April 24, 2021