fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
433Sport

Telegraph: Stofnanda Spotify er alvara með áhuga sínum á Arsenal

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 24. apríl 2021 20:30

Daniel Ek. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Ek, sænskur stofnandi og eigandi tónlistastreymisveitunnar Spotify, er alvara með áhuga sínum á því að kaupa Arsenal. Telegraph greinir frá þessu.

Ek skrifaði á Twitter í gær að hann gæti vel hugsað sér að kaupa Arsenal sé Stan Kroenke, eigandi félagsins, tilbúinn til þess að selja.

Menn veltu í kjölfarið fyrir sér hvort að einhver alvara væri á bakvið tíst Svíans. Hann skrifaði það á meðan mótmæli gegn Stan Kroenke, eiganda félagsins, áttu sér stað fyrir utan Emirates-völlinn, heimavöll Arsenal. Hann lét það fylgja með að hann hefði stutt félagið allt sitt líf.

Telegraph greinir í kvöld frá því að honum sé alvara og að tilboð sé í kortunum. Kroenke hefur þó aldrei gefið í skyn að hann hyggist selja.

Kroenke hefur lengi verið óvinsæll á meðal stuðningsmanna Arsenal. Þá sérstaklega eftir að hann tók þátt í því að reyna að setja á laggirnar nýja evrópska Ofurdeild, ásamt 11 eigendum og forsetum annara liða, á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tilboði United hafnað í gær – Nkunku fer ekki fet

Tilboði United hafnað í gær – Nkunku fer ekki fet
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mikael sakar íslenska fjölmiðla um meðvirkni – Tekur dæmi eftir þáttinn hjá Hödda Magg í gær

Mikael sakar íslenska fjölmiðla um meðvirkni – Tekur dæmi eftir þáttinn hjá Hödda Magg í gær
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ótrúlegt atvik á fréttamannafundi – Henderson reifst við fréttamann í nokkrar mínútur

Ótrúlegt atvik á fréttamannafundi – Henderson reifst við fréttamann í nokkrar mínútur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Faðir Haaland með fast skot á Arsenal eftir gærdaginn

Faðir Haaland með fast skot á Arsenal eftir gærdaginn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svar goðsagnarinnar kemur mörgum á óvart: Nefndi erfiðasta andstæðinginn – ,,Það var mjög flókið verkefni“

Svar goðsagnarinnar kemur mörgum á óvart: Nefndi erfiðasta andstæðinginn – ,,Það var mjög flókið verkefni“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rashford formlega orðinn leikmaður Aston Villa

Rashford formlega orðinn leikmaður Aston Villa
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viðurkennir að Salah hafi engan áhuga á að verjast

Viðurkennir að Salah hafi engan áhuga á að verjast
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hundfúll eftir niðurlæginguna: ,,Skammarleg frammistaða“

Hundfúll eftir niðurlæginguna: ,,Skammarleg frammistaða“