fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Sakbitnar sælur Sólveigar koma á óvart – „Ég var í felum með þetta lengi vel“

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 25. apríl 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

5 Uppáhalds „Guilty pleasures“ leikonunnar Sólveigar Guðmundsdóttur eru eins ófyrirsjánlegar og hún sjálf. Sólveig  er ekki bara afbragðs listakona heldur er hún lífskúnster af guðs náð. Hún sér fegurð og lúxsus í einföldum hlutum eins og fasteignavefsíðuhangsi og elskar sund og Skeifuna.

Sund
„Ég elska að vera í vatni – hvort sem það er í sundlaug, potti, sjósund eða bara í baði ef það er það eina sem er í boði. Gufubað, svett og gufugusa eru líka þarna meðtalin – þetta er fyrir mér lúxusinn í lífinu.“

Nudd
„Ég er í nautsmerkinu og mikið gefin fyrir að láta mér líða vel. Ég á alltaf bókaða tvo nuddtíma fram í tímann hjá nuddaranum mínum sem ég get ekki dásamað nógu mikið. Það endurstillir mig algjörlega. Einu sinni var ég að sýna leikverk í Kína og það var nuddstofa við hliðina á íbúðinni okkar – þá fór ég 6 sinnum í nudd á 8 dögum. Það var líka alveg stórkostlegt og alls ekkert of mikið!“

Fasteignavefur MBL
„Ég er algjör fasteignaperri – skoða reglulega hvað er í boði, og hvað er spennandi, fylgist með verði , svæðum, og veit alltaf nákvæmlega hvað er í gangi hverju sinni…. Það stuðaði mannin minn svolítið þegar við vorum nýflutt að ég var ennþá alltag að skoða – en ég er meira að þessu bara til að fylgjast með, fá inspírasjón en ekki endilega til að fara og kaupa. Ég slaka bara eitthvað svo á að vafra um fasteignavefinn. Ég var í felum með þetta lengi vel – en hef nú komist að því að ég er langt frá því að vera sú eina sem stunda þetta.“

Grænt Tony’s chocolate
„Nei í alvöru… má þetta bara? Dökkt og möndlur og sjávarsalt.“

Skeifan
„Fátt er betra en að fara skoða í búðir í Skeifunni. Þar er allt til alls – og ég mæli með því að fara þangað þegar það er stormviðvörun – þá er enginnn þar og maður fær frábæra þjónustu alls staðar.“

Sólveig hefur slegið í gegn í leikritinu Er ég mamma mín í Borgarleikhúsinu. Mynd: Borgarleikhúsið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“