HK hefur greint frá því að hinn þrælefnilegi Valgeir Valgeirsson muni spila með liðinu í Pepsi Max-deildinni í sumar. Þessar fregnir koma töluvert á óvart.
Valgeir hefur verið á láni hjá Brentford undanfarna mánuði og spilað með varaliðinu þar. Búist var við því að hann yrði einfaldlega áfram í herbúðum Brentford, enda um virkilega öflugan leikmann að ræða.
Í gærkvöldi staðfesti HK hins vegar að leikmaðurinn kæmi einfaldlega aftur til félagsins í byrjun maí, þegar lánssamningi hans hjá Brentford lýkur.
,,Það er mikill fengur fyrir HK að fá Valgeir aftur til sín,“ segir á Instagram-síðu félagsins.
Pepsi Max-deildin hefst um næstu helgi. HK tekur á móti KA í fyrsta leik.