fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
433Sport

Lokakaflinn í WSL framundan – Spenna á öllum vígstöðum

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 24. apríl 2021 10:00

Dagný í leik með West Ham. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er komið að lokakaflanum í Ofurdeild kvenna (WSL), efstu deildinni á Englandi. Það er mikil spenna á öllum vígstöðum og því upplagt að skoða lokasprettinn framundan í titilbaráttunni, baráttunni um Meistaradeildarsæti og fallbaráttunni.

Toppbaráttan

Hér eru tvö lið sem eru einfaldlega langbest í dag, Chelsea og Manchester City. Chelsea er með 51 stig, tveimur stigum meira en City, þegar bæði lið eiga tvo leiki eftir. Liðið mættust í hörkuleik í vikunni þar sem Chelsea freistaði þess að klára nánast deildina á meðan City reyndi að komast upp fyrir þær. Á endanum gerðist hvorugt, leikurinn fór 2-2.

Chelsea á eftir að mæta Tottenham og Reading. Þær verða að teljast ansi líklegar til að klára þá leiki gegn liðum í neðri hlutanum og þar með titilinn. Chelsea er að vísu enn í Meistaradeildinni og vonast City til að það muni trufla þær eitthvað. Kemur í ljós.

Man City mætir Birmingham og West Ham í síðustu tveimur leikjum sínum. Bæði lið eru í bullandi fallbaráttu, sem getur alltaf verið hættulegt. City þarf að klára sitt og vonast til þess að Chelsea misstígi sig.

Baráttan um Meistaradeildarsæti

Efstu þrjú sætin í deildinni gefa þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Tvö sæti munu klárlega fara til Chelsea og City. Það skilur okkur eftir með Arsenal og Manchester United, liðin í þriðja og fjórða sæti. Bæði lið eru með 38 stig eins og er. Skytturnar eiga þó leik til góða og eru með mun betri markatölu. Það má því segja að þær séu með pálmann í höndunum.

Arsenal á eftir að mæta Brighton, West Ham, Everton og Aston Villa. Brighton og Everton eru í sætunum á eftir Arsenal og Man Utd en þó töluvert langt á eftir í stigafjölda. Það þýðir að hvorugt þeirra liða hefur að miklu að keppa, sem gæti komið sér vel fyrir Arsenal. Aston Villa og West Ham eru hins vegar í mikilli fallbaráttu og eins og og við sögðum áðan getur alltaf verið hættulegt að mæta svoleiðis liðum á lokakafla tímabils. Arsenal ætti þó að hafa gæðin til að klára þessa leiki.

Man Utd á eftir að mæta Tottenham, Bristol og Everton. Sem fyrr segir siglir Everton lignan sjó. Þá er Bristol neðst í deildinni en þó með möguleika á að bjarga sér. Tottenham getur enn fallið tölfræðilega séð en það þarf mikið til. Fínt prógram fyrir Man Utd. Að því sögðu verður Arsenal samt að teljast líklegra til að klára Meistaradeildarsætið.

Fallbaráttan

Hér er þetta í raun fjögurra liða barátta um það að forðast eina fallsæti deildarinnar. Eins og fyrr segir getur Tottenham en sogast niður í pakkann tölfræðilega séð en þær verða ekki hafðar með hér.

Dagný Brynjarsdóttir og stöllur í West Ham eru í níunda sæti með 13 stig. Birmingham er í því tíunda með jafnmörg stig en töluvert verri markatölu. Þar á eftir kemur Aston Villa með 11 stig. Bristol City er svo í því neðsta, með jafnmörg stig og Villa en með mun verri markatölu. Þá eiga öll liðin í þessum pakka eftir að leika fjóra leiki, nema Bristol, þær eiga aðeins þrjá.

West Ham á ansi snúið prógram. Þær mæta næst Everton, liði sem hefur ekki að neinu að keppa. Þær verða að vonast til að það geti nýst þeim í þeim leik. West Ham á þá eftir að mæta bæði Arsenal og Man City, virkilega erfiðir leikir. Á milli mæta þær Aston Villa í fallbaráttuslag sem gæti verið þýðingarmikill, hver veit.

Birmingham á viðráðanlegri dagskrá. Þær eiga þó eftir að mæta Man City líka. Fyrir utan það mæta þær Aston Villa í innbyrðisviðureign innan fallbaráttunnar, Reading og Tottenham. Reading er eitt af þeim liðum sem hefur að litlu að keppa. Tottenham gæti þurft nokkur stig til að gulltryggja sætið sitt.

Aston Villa á svo eftir þrjár innbyrðisviðureignir innan þessa pakka sem er til umfjöllunnar hér. Gegn Bristol, Birmingham og West Ham. Þær mæta Bristol einmitt í dag og gæti sigur þar komið þeim í nokkuð þægilega stöðu, náð 3 stiga forskoti, með leik inni og betri markatölu. Þá mætir Villa Arsenal í lokaleik tímabilsins. Það væri best fyrir þær að vera búnar að tryggja sætið sitt í deildinni fyrir þann leik.

Þá er komið að liðinu sem er líklegast til að fara niður, Bristol City. Þær eiga ekki alslæma dagskrá á lokakaflanum en eiga þó færri leiki en hin liðin eftir. Það myndi galopna baráttuna takist þeim að landa sigri gegn Villa í dag. Eftir það tekur við erfiður leikur gegn Man Utd áður en Bristol klárar svo tímabilið á leik gegn Brighton. Þær munu ef til vill þurfa sigur gegn bæði Villa og Brighton, ef við gefum okkur þar að þær tapi gegn Man Utd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Flýgur til Spánar og klárar skiptin – Greiða laun hans næstum því að fullu

Flýgur til Spánar og klárar skiptin – Greiða laun hans næstum því að fullu
Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kári segir að það yrði martröð fyrir Ísland að missa þennan leikmann

Kári segir að það yrði martröð fyrir Ísland að missa þennan leikmann
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ríkharð skellti sér í Björnsbakarí og fékk þar risatíðindi – „Hann fullyrti það“

Ríkharð skellti sér í Björnsbakarí og fékk þar risatíðindi – „Hann fullyrti það“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Jorginho tjáir sig um framtíðina – „Það er möguleiki“

Jorginho tjáir sig um framtíðina – „Það er möguleiki“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fulltrúi í bæjarráði um fjármál FH: „Ekki hlutverk bæjarsjóðs Hafnarfjarðar að bjarga lánardrottnum félagsins“

Fulltrúi í bæjarráði um fjármál FH: „Ekki hlutverk bæjarsjóðs Hafnarfjarðar að bjarga lánardrottnum félagsins“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Róbert Frosti seldur til Svíþjóðar

Róbert Frosti seldur til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Nagelsmann skrifar undir
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að það séu litlar líkur á að undrabarnið muni spila

Arteta viðurkennir að það séu litlar líkur á að undrabarnið muni spila
433Sport
Í gær

Landsliðsfyrirlðinn harðlega gagnrýndur eftir gærkvöldið

Landsliðsfyrirlðinn harðlega gagnrýndur eftir gærkvöldið