fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fókus

Berglind um myndbandið á kampavínsklúbbnum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 23. apríl 2021 14:02

Mynd/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Berglind Saga Bjarnardóttir, sem gengur undir listamannanafninu Saga B, gefur út tónlistarmyndband í dag sem hún segir vera kynþokkafullt en textinn er skoplegur að hennar sögn. „Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi. „Classy, sexy“ og valdeflandi. Þetta var útkoman,“ segir Berglind í samtali við DV.

Berglind hefur vakið mikla athygli undanfarið. Hún er vinsæll áhrifavaldur með yfir 16 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún var einnig einn dansaranna í Vikunni með Gísla Marteini síðastliðið föstudagskvöld

Sjá einnig: Berglind Saga er ein þeirra sem dansaði í Vikunni á RÚV í gær – „Bassi vildi bara fá „bad ass bitches“ í atriðið“

„Classy, sexy og valdeflandi“

Myndbandið er við lagið „Bottle Service“ sem snýst um, eins og nafnið gefur til að kynna, flöskuþjónustu.

„Textinn er um stelpu sem er komin á klúbb og hana langar bara í flösku núna. Innihaldið er svona með húmor eins og flest öll önnur lögin mín, fyndinn texti með góðum „punch lines,““ segir Berglind.

 

Myndbandið var tekið upp á kampavínsklúbbi í Reykjavík og meðal skrautmuna í myndbandinu var sex hundruð þúsund króna kampavínsflaska.

Berglind segir að það hafi gengið vel að taka upp myndbandið þrátt fyrir að stuttu áður en tökur hófust voru sóttvarnarreglur herrtar –  sem eftir á hyggja var jákvætt að hennar sögn.

„Ég horfi á hlutina þannig að það sem á að gerast gerist. Það var fámennt en góðmennt í tökunum. Ég hugsa núna að ef það hefði verið fullt af fólki inni á staðnum þá hefði það ekki verið í takti við „vibe-ið“ í laginu,“ segir hún.

Aðspurð hvort það hafi verið erfitt að fá leikara í myndbandið, þar sem það er í djarfari kantinum, svarar Berglind neitandi. „Þetta er ekki kynferðislegt, þetta er meira svona „classy sexy.““

Hataði lagið fyrst

„Ég byrjaði á laginu í fyrra. Svo var það tilbúið en ég hataði það. Mér fannst ég ekki skila laginu vel og mér fannst ég ekki bera orðin rétt fram og eitthvað. Þannig ég fór í raddþjálfun til þess að vinna aðeins í því. Þetta er stærsta verkefnið mitt til þessa þannig séð. Ég var með risa teymi í þessu miðað við fyrri verkefni. Ég tók til dæmis upp fyrsta myndbandið mitt á símann minn,“ segir hún.

Bottle service lag Sögu B – kemur á Spotify á mánudaginn.

Þú getur hlustað á fleiri lög Sögu B á Spotify og horft á tónlistarmyndbandið hennar við lagið „Can‘t Tell Me Nothing“ hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Það er mikið líf á MARS

Það er mikið líf á MARS