Kristín Pétursdóttir, leikkona og áhrifavaldur, er einhleyp. Leiðir hennar og Sindra Þórhallssonar, verslunarstjóra í tískufataversluninni vinsælu Húrra Reykjavík, skildu fyrir stuttu.
Kristín greindi frá því að hún væri komin í samband í hlaðvarpinu Hæ Hæ – Ævintýri Hjálmars og Helga í mars. Þá höfðu þau verið saman í smá tíma, en allan tímann héldu þau sambandinu frá sviðsljósi samfélagsmiðla.
Kristín hefur verið að gera það gott um árabil sem leikkona og áhrifavaldur. Hennar fyrsta verkefni sem leikkona var hlutverk í myndinni Órói árið 2010. Síðan þá hefur hún leikið í ýmsum verkefnum og auglýsingum, eins og þáttunum Fólkið í blokkinni og nú síðast á sviði í leikritinu Mæður sem sló í gegn meðal gagnrýnenda.
Margir kannast við rödd Kristínar en hún hefur verið rödd Coca Cola síðan árið 2016.