fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Helgarviðtalið: Onlyfans-notendur leita til Stígamóta – „Ekki bara sem voru þar heldur eru þar enn.“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 23. apríl 2021 10:29

Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta Mynd: Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, segir fólk hafa leitað til samtakanna eftir að hafa selt efni á OnlyFans. Algengt er að fólk sem hefur verið brotið á upplifi valdeflingu við að taka stjórnina með sölu á klámi og vændi – þangað til að það er allt í einu ekki lengur við stjórnvölinn. Steinunn er í helgarviðtali DV sem birtist á morgun hér á DV.is bæði í pdf-formi fyrir þá sem vilja fletta og sem veffrétt.

„Ansi lengi hefur ríkt þögn um allt sem tengist vændi, klámi og aðrar birtingarmyndir þess sem stundum er nefnt kynlífsiðnaður. Það er frábært að þessi umræða sé nú komin
aftur upp á yfirborðið og sé svona sterk,“ segir Steinunn.

OnlyFans er samfélagsmiðill þar sem fólk gerist áskrifendur hjá ákveðnum notendum og greiðir fast mánaðargjald. Einnig er hægt að kaupa myndefni sem er sérstaklega framleitt fyrir viðkomandi. Fjölbreyttur hópur fólks framleiðir efni fyrir OnlyFans en fullyrða má að stærstur hluti efnisins sé af kynferðislegum toga.  Ungt íslenskt fólk, aðallega konur, hefur að undanförnu stigið fram í opinskáum viðtölum um að það framleiði kynferðislegt efni sem birt er á samfélagsmiðlinum.

Þá fylgir með að jafnvel sé hægt að hafa milljónir króna upp úr þessu á stuttum tíma. Stærsti hluti þeirra sem kaupa efnið eru karlmenn. „Þetta sýnir okkur að það er mikið af ungum íslenskum konum sem taka þátt í kynlífsiðnaðinum með einhverjum hætti. Núna er greinilega vinsælt að gera það í gegnum OnlyFans,“ segir Steinunn sem hefur áhyggjur af þróuninni.

„Við á Stígamótum höfum áralanga reynslu af því að vinna með fólki sem hefur reynslu úr vændi og klámi og afleiddum gerðum þess, hvort sem það er í gegnum vefmyndavélar eða annað. Okkar reynsla er að meirihluti fólks kemur illa út úr þessu, með bæði andlegar og líkamlegar afleiðingar. Okkur finnst því mikilvægt að halda því á lofti að við bjóðum aðstoð ef fólk vill þiggja hana,“ segir hún.

Hefur fólk leitað til ykkar eftir að hafa verið á OnlyFans?

„Já, við erum með fólk í viðtölum sem er á OnlyFans – ekki bara sem voru þar heldur eru þar enn. Þessi samfélagsmiðill er hins vegar svo nýr að ég get ekki sagt mikið meira um hann. Við höfum fengið til okkar fólk af öllum þeim vettvöngum þar sem vinsælt er að selja klám og vændi. Stundum er fólk að taka þátt á fleiri en einum vettvangi, er kannski með síðu á OnlyFans en er líka að selja vændi eða taka þátt í annars konar kynlífsþjónustu eða kynlífsiðnaði. Oft er erfitt að finna rétta orðið til að nota þegar maður reynir að halda sig við einhvers konar regnhlífarhugtak, ég vil í raun síður kalla þetta þjónustu en heldur ekki iðnað því þetta snýst um líf og virði manneskjunnar,“ segir Steinunn.

Viðtalið í heild sinni verður aðgengilegtá DV.is í fyrramálið.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“