fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Bolsonaro lofar Biden að ólöglegt skógarhögg verði úr sögunni 2030

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 24. apríl 2021 11:30

Eldar í Amazon eru oft af mannavöldum en þeim er ætlað að ryðja skóginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, vill gjarnan stöðva eyðileggingu Amazonskógarins en krefst þess að Brasilía fái greitt fyrir að stöðva skógareyðinguna. Í bréfi til Joe Biden, Bandaríkjaforseta, hét hann því að binda enda á ólöglega skógareyðingu fyrir 2030 og fór fram á „umtalsverðan“ efnahagslegan stuðning til að hægt verði að ná þessu markmiði.

Bréfið barst Biden viku áður en hann stóð fyrir fundi með 40 þjóðarleiðtogum um loftslagsmál en um netfund var að ræða og fór hann fram í gær.

Brasilíumenn lofuðu 2015 að stöðva ólöglega skógareyðingu í Amazon fyrir 2030 en það var hluti af framlagi þeirra til Parísarsáttmálans.

Eftir kosningasigur Bolsonaro 2018 vöknuðu efasemdir um hvort Brasilía gæti staðið við þetta því skógarhögg og skógareyðing hefur náð nýjum hæðum eftir að Bolsonaro tók við völdum en hann hefur hvatt til meira skógareyðingar.

Bandaríkin og Brasilía hafa síðan í febrúar reynt að ná saman um samning um að skógareyðingin í þessum stærsta regnskógi heims verði stöðvuð en þær viðræður hafa verið árangurslausar að undanförnu að sögn talsmanns bandaríska utanríkisráðuneytisins.

Í sjö síðna bréfi Bolsonaro til Biden segir hann að Brasilía eigi skilið að fá greiddar sanngjarnar bætur fyrir framlag sitt á umhverfissviði fyrir plánetuna okkar. Brasilía vill fá fyrirframgreiðslu fyrir að vernda regnskóginn en Bandaríkin vilja ekki greiða neitt fyrr en greinilegur árangur er sjáanlegur.

Ricardo Salles, umhverfisráðherra Brasilíu, hefur beðið um einn milljarð dollara í stuðning erlendis frá vegna þessa.  Hann sagði fyrr í mánuðinum að hægt sé að draga úr skógareyðingu um 30 til 40% á 12 mánuðum ef landið fái peninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu