Melissa Edden tók þátt í raunveruleikaþættinum vinsæla Naked Attraction fyrir tveimur árum síðan. Þá var hún í skrifstofuvinnu en eftir þáttinn ákvað hún að taka skref í klámiðnaðinn.
Í þáttunum Naked Attraction er einn þáttakandi sem velur sér maka líkt og í öðrum stefnumótaþáttum. Valið stendur á milli 6 keppenda sem allir eru naktir en sá eða sú sem er að velja fær alltaf að sjá aðeins meira og meira af nöktu líkömunum. Sá eða sú sem velur ákveður hvaða keppanda hún eða hann vill ekki velja og þá dettur viðkomandi úr keppninni. Þegar tveir keppendur eru eftir fer sá eða sú líka úr fötunum og velur sér svo annan aðilann. Þau fara svo á stefnumót í fötum.
Melissa hefur greinilega haft gaman að því að vera nakin fyrir framan alþjóð en hún hefur vakið mikla athygli eftir þættina. Nú er hún komin í klámiðnaðinn. „Ég hugsaði með mér að ef ég gat farið í sjónvarpið nakin þá…“ segir hún í samtali við The Sun um ákvörðunina að fara í klámið. Hún heldur uppi aðgangi á vefsíðunni umdeildu OnlyFans sem hefur verið mikið í umræðunni hér á landi upp á síðkastið.