Kristian Nökkvi Hlynsson leikmaður Ajax í Hollandi hefur vakið mikla athygli hjá hollenska félaginu, hann hefur nú í rúmt ár verið í herbúðum félagsins.
Kristian Nökkvi er 17 ára gamall en hann var seldur til Ajax frá Breiðablik, talað hefur verið um að Kristian hafi kostað Ajax 80 milljónir íslenskra króna.
Ronald de Boer fyrrum leikmaður Ajax og hollenska landsliðsins hrífst af þessum íslenska miðjumanni sem fengið hefur að æfa með aðalliði Ajax.
De Boer er þjálfari hjá unglingaliðum Ajax. „Hann er hinn íslenski Kevin de Bruyne,“ sagði De Boer um Kristian og líkir honum við einn besta knattspyrnumann í heimi.
Kristian hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands en hann lék einn leik með Breiðabliki í efstu deild karla áður en hann hélt út 16 ára gamall.