Á myndinni virðist hún vera mjög einmana en það þýðir ekki endilega að hún verði ein á afmælisdeginum því hún á fjölda afkomenda og væntanlega fagna einhverjir þeirra deginum með henni þótt ekki verði um stór veisluhöld að ræða.
Elísabet er Bretum mjög mikilvæg enda þekkir meirihluti þjóðarinnar ekkert annað en að hún sé þjóðhöfðingi þeirra. Hún varð drottning 6. febrúar 1952 eftir að faðir hennar, George VI, lést. Elísabet var þá 25 ára, hafði verið gift í fimm ár og átti tvö lítil börn, Charles og Anne. Það var því ung barnafjölskylda sem tók við stjórn frægustu hirðar í heimi.
Elísabet varð drottning heimsveldis. Bretar höfðu að vísu „misst“ krúndjásn heimsveldisins, Indland, en réðu enn yfir stórum hlutum Afríku sunnan Sahara, Singapore, Möltu, Kýpur og nokkrum eyjum í Karíbahafi.
Enginn hefur setið lengur sem þjóðhöfðingi Bretlands. Næst henni kemur langalangamma hennar Victoria sem var drottning í tæp 64 ár.
15 forsætisráðherrar hafa verið í Downing Street síðan Elísabet tók við völdum, allt frá Winston Churchill til Boris Johnson.