Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, hefur tjáð sig um evrópsku ofurdeildina. Hún er ekki hrifin af hugmyndinni.
Tilkynnt var um að deildin yrði sett á laggirnar á sunnudagskvöld. 12 evrópsk stórlið fóru fyrir tilkynningunni. Í kjölfarið braust út mikil reiði í knattspyrnuheiminum. Nú virðist sem svo að hætt hafi verið við deildina.
Katrín er stuðningsmaður Liverpool, sem er einmitt eitt af liðunum 12. Það er Katrín ósátt við.
,,Stuðningsmennirnir eru hjartað og andinn í hverri íþrótt, þessi íþrótt er ekkert án þeirra. Þegar græðgi og kapítalismi taka algjörlega yfir er hjartað farið úr íþróttinni. Ég mun ekki fylgja Liverpool á þessa vegferð, eigendur verða að ganga einir í þetta skiptið,“ skrifar Katrín á Twitter.
The fans are the spirit & heart of every sport, this sport is nothing without them. When greed & capitalism completely take over, the heart of the sport is lost. I will not follow @LFC in this journey, the owners will have to walk alone on this one. #SuperLeagueOut
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) April 20, 2021