Samkvæmt TalkSport hefur verið hætt við nýja evrópska ofurdeild. Þetta kemur fram í kjölfar þess að fjöldi liðanna 12, sem upprunalega ætlaði að taka þátt, hætti við.
Aðeins eru um tveir sólarhringar síðan tilkynnt var um stofnun deildarinnar. Mikil mótmælu brutust út á meðal stuðningsmanna liðanna í kjölfarið.
Samkvæmt fjölmiðlum var Chelsea fyrsta liðið til að hætta við þátttöku. Í kjölfarið er talið að Manchester City, Manchester United, Atletico Madrid og Barcelona hafi gert það sama. Nú segir sagan að ekkert verði úr deildinni.
🚨 BREAKING 🚨
Victory football fans… The European Super League is OFF
– talkSPORT sources understandshttps://t.co/XiHWFr8PcK
— talkSPORT (@talkSPORT) April 20, 2021