Stórar fréttir bárust nú rétt í þessu. Þar er fullyrt að Chelsea verði fyrst þeirra 12 liða sem stóðu fyrir nýrri ofurdeild í Evrópu til þess að hætta við.
Fréttirnar koma frá áreiðanlegum heimildum en bæði Dan Roan á BBC og Gary Neville á Sky Sports greina frá.
Stofnun deildarinnar hefur vakið mikla reiði síðustu sólarhringa og verða margir glaðir með þessar fréttir. Stuðningsmenn Chelsea hafa til að mynda mótmælt í stórum stíl fyrir leik liðsins gegn Brighton í kvöld.
Það verður ansi áhugavert að fylgjast með hvort fleiri lið fylgi Chelsea sömu leið.
Chelsea pulling out @SkySportsNews reporting 🤝
— Gary Neville (@GNev2) April 20, 2021
EXCLUSIVE
Chelsea now preparing documentation to request withdrawing from the ESL https://t.co/Us6bLdfUvE— Dan Roan (@danroan) April 20, 2021