fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fókus

Uppáhalds „AULAR“ Andra Freys – „Sá sem segist ekki hafa upplifað Mumma móment er lygari“

Tobba Marinósdóttir
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

5 uppáhalds er lítill en ákaflega vinsæll liður hér á DV.is. Hvort sem það eru uppáhalds uppskriftirnar eða kynlífstækin þá er gaman að skyggnast inn í hugarheim áhugaverðra landsmanna.

Nú er það dagskrárgerðarmaðurinn Andri Freyr Viðarsson á Rás 2 sem segir okkur hverjir eru hans 5 uppáhalds „aular.“

1. „Tommi í Tomma og Jenna. Tommi var í raun sá karakter sem kenndi mér að það væru til aular og að það væri hægt að þykja vænt um þá. Ég ólst upp með Tomma og Jenna fyrir framan mig.“

2. „Wile E. Coyote er annar sem kemur sterklega upp í hugann. Hélt alltaf með honum og þoldi ekki Roadrunnerinn. Wile E. Coyote hefur alltaf átt betra skilið, það var alltaf illa farið með hann.“

3. „Sid Vicious kom rökréttu framhaldi af Tomma og Wile E. Sid and Nancy var ein af þessum fáu spólum sem maður átti sem krakki. Horfði endalaust á hana á dáðist af Sid. Fanst hann mega svalur en samt algjör auli. Gekk meir að segja um með keðju og hengilás um hálsinn. Svaka kall. Það var mikil sorg þegar mömmu tókst að taka yfir myndina. Sid og Nancy þurftu að víkja fyrir postulínsmálunar kennslumyndbandi. Skellur.“

4. „Mummi sjóari í Fóstbræðrum. Einn besti karakterinn í Fóstbræðrum að mínu mati. Held að allir tengi smá við Mumma. Alltaf með einhvern rembing en líður alveg djöfullega. Sá sem segist ekki hafa upplifað Mumma móment er lygari.“

5. „Varg Vikernes er eini meðlimur hinnar umdeildu black metal sveitar BURZUM er maður sem ég hef fylgst með síðan hann byrjaði að brenna kirkjur og einnig síðan hann drap gítarleikarann í þáverandi hljómsveit sinni Mayhem. Skoðanir hans eru vægt til orða tekið vafasamar og ekkert til að taka mark á en einhverra hluta vegna er gaman að fylgjast með óförum hans. Hann er yfirleitt með handónýtann áróður en stundum er hann einfaldlega að kenna fólki að tálga eða hvernig skal bera sig að í heimsendi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Páskavikan á Instagram – Trúlofun ársins, sykurpabbi og rosa dugleg iðnaðarkona

Páskavikan á Instagram – Trúlofun ársins, sykurpabbi og rosa dugleg iðnaðarkona
Fókus
Fyrir 2 dögum

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrirgaf eiginkonunni en tók eftir marblettum sem benda til þess að hún hélt aftur framhjá

Fyrirgaf eiginkonunni en tók eftir marblettum sem benda til þess að hún hélt aftur framhjá
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég þrái að fólkið upplifi ekki að það sé ósýnilegt, að það skynji að við virkilega sjáum það“

„Ég þrái að fólkið upplifi ekki að það sé ósýnilegt, að það skynji að við virkilega sjáum það“
Fókus
Fyrir 1 viku

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra
Fókus
Fyrir 1 viku

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?