fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Heitar umræður um Kolbein í Svíþjóð – „Það er ekkert ógeðslegt við það“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 10:09

Kolbeinn Sigþórsson. Mynd/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Var það AIK sem vildi ekki framlengja samning Kolbeins? Ógeðslegt að sjá hvernig hann fagnaði mörkunum,“ skrifar Jens Bensson stuðningsmaður AIK í Svíþjóð. Ástæðan fyrir skrifunum eru mörkin tvö sem íslenski framherjinn, Kolbeinn Sigþórsson skoraði fyrir IFK Gautaborg í gær.

Kolbeinn Sigþórsson, var í banastuði með liði sínu IFK Gautaborg er liðið vann 2-0 sigur á AIK í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Kolbeinn var í byrjunarliði Gautaborgar og skoraði bæði mörk liðsins á 3. og 38. mínútu.

Kolbeinn og AIK komust að samkomulagi um að rifta samningi hans við félagið undir lok síðasta árs, eftir tvö erfið tímabil. Stuðningsmenn AIK kenna þeim sem stjórna félaginu um hvernig fór.

„Hann leit ekki vel út hjá AIK, kannski er það vegna þess að hann fékk ekki traust frá þjálfaranum. Hann hefur fengið fullt traust eftir að hann fór til Gautaborgar, honum líður vel og skilar sínu. Við höfum séð þetta svo oft, hvernig við hugsum um leikmenn. Við verðum að vera betri í þessu, engin gleði = slæm úrslit,“ skrifar Björn Strid.

„Það er ekkert ógeðslegt við það hvernig hann fagnaði, AIK á að hugsa um hvernig félagið kom fram við hann. Sá hann brosa meira í gær en í tvö ár hjá AIK.“

Kolbeinn fann sig ekki hjá AIK en stuðningsmenn félagsins ræða málið sín á milli. „Hann var alltaf meiddur og hann var slakur þegar hann spilaði. Það var engin ástæða til að halda honum, hann er virkilega góður framherji og það var gefið að hann myndi finna taktinn,“ skrifar Rodolphe Toots.

Það að Kolbeinn hafi fagnað mörkum sínum virðist pirra marga stuðningsmenn en aðrir skilja það. „Hann skoraði áður en hann kom til AIK og hann mun halda áfram að skora. Það eru þúsund ástæður fyrir því að hann naut sín ekki í Stokkhólmi. Fögnuður hans var eflaust meira um það að byrja vel hjá nýju félagi. Það vissu allir að hann myndi skora,“ skrifar Daniel Briland

Síðustu ár hafa verið erfið fyrir Kolbein á knattspyrnuvellinum en þessi þrítugi framherji hefur verið meiðslum hrjáður en virðist nú nálgast sitt gamla form.

Mörk Kolbeins frá því í gær má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Óvissunni loks lokið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Adam kominn í nýtt lið á Ítalíu

Adam kominn í nýtt lið á Ítalíu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Miðasala á heimaleik Íslands á Spáni farin af stað

Miðasala á heimaleik Íslands á Spáni farin af stað
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fullyrt að leikmaður Arsenal hafi nú þegar samið við annað félag

Fullyrt að leikmaður Arsenal hafi nú þegar samið við annað félag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nánast fimmtugur Beckham setur allt á hliðina – Situr fyrir á brókinni og skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið

Nánast fimmtugur Beckham setur allt á hliðina – Situr fyrir á brókinni og skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin sín eftir frækinn sigur Arsenal um helgina

Ofurtölvan stokkar spilin sín eftir frækinn sigur Arsenal um helgina