fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Kraftmikill innbrotsþjófur gengur á milli húsa í Norðlingaholti – Reyndi að spenna upp eldvarnarhurð

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 20:00

Mynd/Google og Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúi í Norðlingaholti birti í gær færslu í hverfishópinn á Facebook, þar sem hann varar fólk við innbrotsþjófum í nágrenninu. Reynt var að brjótast inn í bílakjallara hjá honum en sem betur fer tókst þjófunum það ekki.

„Þetta er alveg þrusustálhurð, þetta er held ég eldvarnarhurð í bílakjallaranum,“ sagði íbúinn þegar DV hafði samband. Það virðist sem aðilinn hafi reynt að spenna hana upp með kúbeini en þegar það tókst ekki, reynt að spenna upp aðra hurð.

Skjáskot/Facebook

„Hin hurðin var ekki nærri því jafn mikið beygluð en það voru einnig greinileg ummerki á henni. Hver stigagangur hefur sinn eigin inngang í bílageymsluna,“ segir íbúinn en hann reyndi aðeins að komast inn um tvær hurðir.

Hefði aðilinn komist inn um hurðina hefði hann haft greiðan aðgang að bílum og geymslum íbúa hússins. Flest allir læsa bílunum sínum og geymslum en hjólageymslan hefði mögulega verið viðkvæm.

Þetta er ekki eina tilvikið um innbrot í hverfinu en undir færsluna segjast margir hafa lent í svipuðu atviki sömu nótt. Þjófarnir spenntu upp hurðar og létu greipar sópa og miðað við ummælin þá tókst þeim að komast í verðmæti hér og þar um hverfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis