Íslendingar voru heldur betur í eldlínunni erlendis í dag eins og svo oft áður.
Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Kristianstad þegar liðið heimsótti Eskilstuna í dag. Þetta var fyrsti leikur Sveindísar í sænsku deildinni. Sveindís var ekki lengi að koma sér á blað en hún skoraði fyrsta mark leiksins á 11. mínútu. Markið má sjá hér að neðan. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Sif Atladóttir er einnig hjá Kristianstad en hún var ónotaður varamaður í leiknum.
Það tók Sveindísi Jane Jónsdóttur ekki langan tíma að skora sitt fyrsta mark fyrir @KDFF1998 í sænsku úrvalsdeildinni! 🔥⚽️ pic.twitter.com/duS3H55Qof
— Stöð 2 Sport (@St2Sport) April 18, 2021
Diljá Ýr Zomers, leikmaður Häcken, var ónotaður varamaður er liðið vann Hammarby 0-1.
Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Piteå, lék allan leikinn í tapi gegn Vittsjö.
Kvennalið West Ham vann 11-0 sigur á Chichester City í enska bikarnum í dag. Dagný Brynjarsdóttir kom ekki við sögu í leiknum en hún var ónotaður varamður. Hún hefur þó verið í lykilhlutverki hjá liðinu frá því hún kom.
Alexandra Jóhannsdóttir kom inná þegar um tíu mínútur voru eftir í 4-0 sigri Frankfurt gegn Sand.
Íslendingaliðin Horsens og Lyngby mættust í dag og hafði Lyngby betur. Ágúst Eðvald Hlynsson var ekki í hópnum hjá Horsens og það sama átti við um Frederik Schram hjá Lyngby.
Aron Elís Þrándarson spilaði allan leikinn með OB í 1-1 jafntelfi gegn Sönderjysk. Leikurinn endaði með 1-1 jafntelfi. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á eftir klukkutíma leik.
Í dönsku B-deildinni var Elías Rafn Ólafsson í markinu hjá Fredericia og hélt hreinu í 2-0 sigri gegn Helsingor.