Undanfarna daga hefur smitum fjölgað hér á landi en 13 manns greindust með kórónuveiruna í dag. Einungis 5 þeirra voru í sóttkví við greiningu og voru því 8 manns utan sóttkvíar. Þetta eru leiðinlegar og erfiðar fréttir fyrir landsmenn þar sem tiltölulega nýbúið er að opna ýmsa starfsemi sem var lokuð vegna samkomutakmarkana.
Eins og venjulega þegar um stórar og erfiðar fréttir er að ræða eru Íslendingar duglegir að tjá sig um málið á samfélagsmiðlum. Leita margir á samfélagsmiðilinn Twitter til að segja sína skoðun á málum líðandi stundar og hafa margir gert einmitt það í dag. Greina má pirring hjá mörgum sem tjá sig um málið og jafnvel reiði þar sem ljóst er að smitin eru komin vegna sóttkvíarbrots.
Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem landsmenn hafa að segja um smitin á Twitter í dag:
Spái því að á morgun verði harðari aðgerðir tilkynntar og íþróttum slaufað aftur
— Styrmir Sigurðsson (@StySig) April 17, 2021
Vonandi var gaman að svíkjast undan sóttkví litli skíturinn þinn. pic.twitter.com/9Rssvwobyq
— Hermigervill (@hermigervill) April 18, 2021
Þá spyr maður sig aftur hvers vegna starfsfólk í leik og grunnskólum eru ekki á sama stað í bólusetningar röðinni og heilbrigðisstarfsfólk. Okkar mikilvægasta fólk ef halda á samfélaginu gangandi
— Einar Gudnason (@EinarGudna) April 18, 2021
— Sonja Margrét (@tussukusk) April 18, 2021
“Síðasta fíflið í heiminum er ekki fætt” sagði pabbi stundum við mig í gamla daga þegar ég efaðist um hvort einhver myndi kaupa bíla sem mér fannst ljótir.
Held það sama eigi við um samlanda okkar og þessa blessuðu heimasóttkví
— Styrmir Sigurðsson (@StySig) April 18, 2021
moodboard dagsins pic.twitter.com/SNcgBdDXla
— slemmi (@selmalaraa) April 18, 2021
Það er ofbeldi gagnvart okkur öllum að brjóta sóttkví
— himbo🍒 (@kirsuberjabaka) April 18, 2021
Þegar smit kemur upp í skóla eru hundruð heimili í hættu á smiti, vinnustaðir taka skell og börn einangrast heima fyrir.
Fyrir sum börn er heimilið ekki öruggur staður og það er vandamál að forgangsraða ekki mögulega eina örugga umhverfi barna.
Bólusetjum kennara 🤍— Kata (@KatrinSigStein) April 18, 2021
Herða lög fyrir brot á sóttkví takk! Það þarf alvöru peningasekt!https://t.co/kfjEM7fUHO
— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) April 18, 2021
Fólker fífl,
fólk er fífl,
fólk er fífl. pic.twitter.com/NItPsZzkPk— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) April 18, 2021
Munið, þið eigið bara að treysta fólki til að halda sóttkví. pic.twitter.com/DXMkKRxLzE
— Björn Friðgeir Björnsson (@bjornfr) April 18, 2021
Ég skil rosalega vel ótta þeirra sem hafa lífsviðurværi sitt af ferðaþjónustu en er ekki komið tími til að breyta lögunum og gera eitthvað drastískt? Sóttkvíarhótel þótti líkjast fangelsi en var það svo galið fyrirkomulag? Þarf að loka landamærunum alveg? Hvað getum við gert? pic.twitter.com/GuH0Bg8iTj
— Maggi Peran (@maggiperan) April 18, 2021
Eigum við að hittast og ræða sóttvarnir?
— Ísak Hinriksson (@isakhinriksson) April 18, 2021
Miðað við það sem ég hef séð og heyrt síðustu vikur kemur þetta mér alveg 0 á óvart. pic.twitter.com/XVzF2viXIz
— Hjalti (@Hjaltilitli) April 18, 2021
Plís Covid, leyfðu okkur bara að klára þessa NÍU KENNSLUDAGA sem eftir eru á önninni. 🤞🤞🤞
— Hildur Ýr Ísberg (@Hildurisberg) April 18, 2021
Vonandi var gaman á leikskólanum litlu skítarnir ykkar
— stefan.vigfusson@gmail.com (@SVigfusson) April 18, 2021
Hópsmitið á Jörfa hlýtur að verða til þess að skólastarfsfólk sé fært framar í bólusetningarröðina. A.m.k. elstu og viðkvæmustu hóparnir. Annars verðum við bara að fara aftur í svipaðan gír og í fyrstu bylgju.
— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) April 18, 2021
— Bjartur 🚩 (@bjartura) April 18, 2021
Eitt orð yfir fólk sem virðir ekki sóttkví subbutuskur! pic.twitter.com/kDOoy4Olek
— Sigrun Skaftadottir (@sigrunskafta) April 18, 2021