fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Frakkar banna flug á stuttum vegalengdum ef hægt er að ferðast með járnbrautarlestum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. apríl 2021 17:00

Airbus A380 frá Air France. Mynd:EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska þingið samþykkti nýlega bann við flugi á stuttum flugleiðum innanlands ef hægt er að ferðast sömu leið með járnbrautarlestum á innan við tveimur og hálfri klukkustund. Bannið nær ekki til tengiflugs. Markmiðið með lögunum er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Afgreiðslu málsins er þó ekki endanlega lokið og á efri deild þingsins eftir að fjalla frekar um það að sögn BBC.

Bannið mun væntanlega hafa áhrif á flug á milli Parísar og borga á borð við Nantes, Lyon og Bordeaux.

Upphaflega ætlaði ríkisstjórnin að ganga enn lengra og miða við fjögurra klukkustunda ferð í lestum en lét af þeim fyrirætlunum eftir mótmæli frá sumum héruðum landsins og flugfélaginu Air France-KLM.

Frönsku neytendasamtökin UFC-Que Choisir hvöttu ríkisstjórnina til að halda sig við fjögurra klukkustunda viðmiðið og bentu á að að jafnaði losi flugvélar 77 sinnum meira CO2 út í andrúmsloftið á hvern farþega en járnbrautarlestir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið