fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Bjóða ferðamönnum greiðslu fyrir að koma til Möltu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. apríl 2021 10:30

Valetta á Möltu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til að reyna að lokka ferðamenn til Möltu ætla yfirvöld að freista þeirra með peningum. Ætlunin er að afhenda ferðamönnum sem svarar til allt að 30.000 íslenskum krónum þegar þeim koma á hótel á eyjunni.

Times of Malta skýrir frá þessu. Fram kemur að ferðamálaráðherra landsins, Clayton Bartolo, hafi á fréttamannafundi skýrt frá því að ferðamálayfirvöld fái 3,5 milljónir evra til að deila út til 35.000 ferðamanna frá og með júní.

Ákveðið kerfi verður notað til að deila peningunum á milli ferðamanna. Þeir sem bóka gistingu á fimm stjörnu hótelum í gegnum bókunarkerfi hótelanna fá 100 evrur. Þeir sem bóka gistingu á fjögurra stjörnu hótelum fá 75 evrur og þeir sem bóka á þriggja stjörnu hótelum fá 50 evrur. Bóka verður minnst þriggja nátta gistingu.

Hótelin greiða ferðamönnunum síðan sömu upphæð þannig að fólk sem bókar gistingu á fimm stjörnu hóteli fær 200 evrur.

Bartolo sagði að með þessu væri tryggt að maltnesk hótel væru samkeppnishæf þegar ferðamannaiðnaðurinn vaknar aftur til lífsins. Hann sagði jafnframt að reiknað væri með að sóttvarnaaðgerðum verði aflétt frá og með 1. júní svo ferðamenn geti komið til eyjunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti