fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Matur

Þetta borðar Anna Björk á venjulegum degi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 17. apríl 2021 11:30

Anna Björk Eðvarðsdóttir. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Björk Eðvarðsdóttir matarbloggari með meiru segir að það sé bæði skemmtilegt og spennandi að þróa nýjar uppskriftir. Hún segir að lykillinn sé að vera óhrædd við að gera mistök og að hafa gaman í leiðinni.

Anna Björk Eðvarðsdóttir er formaður Hringsins og matarbloggari. Hún segist vera heppin þar sem hún getur stýrt tíma sínum sjálf að mestu. Dagarnir hennar byrja snemma og á æfingu þrisvar í viku. Ef hún fer ekki á æfingu hjá Hjalta Úrsus í Eldingu í Mosfellsbænum, þá breytir hún til og gengur upp í Mosfellsdal eldsnemma.

„Það eru forréttindi að búa í nálægð við náttúruna,“ segir Anna Björk. „Vegna Covid æfi ég í bílskúrnum, þar er ég búin að koma mér upp lóðum, bjöllum og græjum og æfi þar. En, ég komst að því í vetur, að mér finnst skemmtilegast af öllu að setja heyrnartólin í eyrum og uppáhalds músíkina í gang og dansa eins og enginn sé morgundagurinn, það veitir mér tæra gleði og þvílíka útrás. Ég hef stundað sjósund í nokkur ár, en í vetur hefur það ekki alltaf gengið, í staðinn læt ég renna í ískalt bað eftir æfingar og ligg í því í sirka fimm mínútur og kæli mig, svo í heita sturtu, það er geggjuð byrjun á deginum.“

Anna Björk borðar morgunmat um tíuleytið og byrjar svo að vinna. Dagarnir eru fjölbreyttir, sérstaklega þegar hún er að vinna í matarblogginu. „Stundum er ég í eldhúsinu allan daginn, með pottar og sleifar um allt að smakka mig áfram með mat og kökur. Aðra daga er ég að taka myndir af matnum, sem er mjög skemmtilegt, svo að skrifa uppskriftirnar og textann, engin föst rútína, sem er skemmtilegt.“

Mikinn áhuga á matarhefðum

Anna Björk byrjaði með matarblogg árið 2012. Aðspurð hvort það sé erfitt að vera sífellt að þróa nýjar uppskriftir svarar hún neitandi.

„Það er spennandi og skemmtilegt að sjá hvert tilraunirnar leiða mann. Ég les mikið af matreiðslubókum og blöðum mér til skemmtunar og geri svo tilraunir út frá því. Mér finnst gaman að stúdera hvaðan matarhefðir koma, hvernig þær urðu til og þróun þeirra til dagsins í dag. En, maður lærir mest af því að vera óhræddur við að gera fullt af tilraunum og mistökum og prófa svo aftur og hafa gaman af því, matur er gleði,“ segir Anna Björk

Anna Björk Eðvarðsdóttir

Fann sína hillu

Anna Björk hefur prófað alls konar mataræði í gegnum tíðina.

„En er búin að finna það sem á við mig og hef haldið mig við það síðan. Daglega er ég á einföldu, kolvetnalágu og hreinu, lítið unnu fæði. Það gefur mér góða orku og vellíðan út daginn. Ég borða eiginlega engan sykur eða sætindi, en þegar ég geri það, fæ ég mér það sem mig langar í og nýt hvers bita samviskulaust.  Samviskubit er súrt og skemmir gleðina. Ég borða ekkert eftir klukkan sjö á kvöldin,“ segir hún.

Það sem hún hefði viljað læra fyrr

Þegar kemur að því að nefna eitthvað sem hún hefur lært í seinni tíð sem hún vildi óska þess að hún hefði lært fyrr segir Anna Björk að skammtastærð og diskastærð sé merkilega blekkjandi. „Yfirleitt dugar minna af báðum,“ segir hún og heldur áfram:

„Að vera læsari á merkingar á matvælum og vita hvað þær þýða.  Að borða ekkert sem er merkt low- fat, carb eða diet, enga djúsa eða boost alltof mikill sykur. Að fyrir mig passar góð fita, prótein og flókin kolvetni í litlu magni.“

Egg, egg, egg

Ef Anna Björk nennir ekki að elda þykir henni gott að grípa í egg.

„Ef þú átt egg ertu komin með máltíð. Þú þarft ekki nema laukbita eða tvo þrjá sveppi og þú ert komin með dýrðar máltíð.  Það er alltaf eitthvað  til, sem er hægt að búa til góða eggjaköku úr.  Eða, ég fæ mér avokadó og sardínur í dós eða túnfisk,“ segir hún.

Matseðill Önnu Bjarkar

Morgunmatur:

1 skotglas af lífrænni kaldpressaðri ólívu olíu, eitt linsoðið egg, vítamín og engiferdrykkur sem ég bý til. Svo sterkt svart kaffi og biti af dökku súkkulaði með.

Hádegismatur:

Afgangar, eða það sem er til í ísskápnum.

Millimál:

2-3 sneiðar af Korní hrökkbrauði með smjöri, tómat- og gúrkusneiðum og  túbu kaviar, sem er mitt guilty pleasure, kaffi og vatn.

Kvöldmatur:

Fer eftir því hvaða tilraunir ég er að gera fyrir bloggið. En, elda yfirleitt það mikið, að ég á afgang í hádegismat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb