CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að mikil aukning hafi orðið í smitum af völdum kórónuveirunnar í Brasilíu að undanförnu og þar eigi sérstaklega smitandi afbrigði veirunnar hlut að máli auk takmarkaðra sóttvarnaaðgerða.
Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum létst 77.515 af völdum COVID-19 í mars og rúmlega tvær milljónir smita voru staðfest. Í 24 af 27 ríkjum og alríkissvæðum landsins eru að minnsta kosti 80% af gjörgæslurýmum í notkun.
Það hefur gengið hægt að bólusetja landsmenn, bæði vegna pólitískra deilna en einnig vegna erfiðleika við öflun bóluefna. 6,3 milljónir landsmanna hafa lokið bólusetningu en það eru um 3% þjóðarinnar. 21,1 milljón hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni.