fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 18:00

Flateyri er ákaflega fallegur bær en illa gengur að manna starf verkefnastjóra þar í bæ. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helena Jónsdóttir, verkefnisstjóri á Flateyri hefur sagt upp störfum og hættir 31. maí næstkomandi samkvæmt frétt bb.is. Var Helena ráðin um mitt síðasta ár til þriggja ára. Hún hefur ekki viljað tjá sig um ástæðu uppsagnarinnar samkvæmt frétt Bæjarins Bestu, fréttavef vestfirðinga.

Var starf verkefnastjóra á Flateyri því auglýst aftur rétt fyrir páska og rann umsóknar frestur út 8. apríl síðastliðin án þess að nokkur umsókn bærist. Var fresturinn því framlengdur til 22. Apríl.

Athygli vekur að enginn hafi sótt um starfið en Flateyri hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár og er töluverð uppbygging í bænum meðal annars í tengslum við Lýðháskóla sem stofnaður var þar árið 2018 en Helena Jónsdóttir fráfarandi verkefnisstjóri var framkvæmdastjóri við stofnun skólans og skólastjóri á fyrsta starfsári hans.

„Kannski var þetta ekki nægilega vel kynnt við erum að birta auglýsinguna aftur og meira núna,“ segir Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi Ísafjarðar. Hún segir 14 umsóknir hafa borist þegar auglýst var í starfið um mitt síðasta ár og valið hafi verið úr hópi frambærilegra umsækjenda.

Starf verkefnisstjóra á Flateyri var sett á fót eftir snjóflóðin í janúar á síðasta ári og er hlutverk verkefnastjóra er að leiða nýsköpunar- og þróunarverkefni á Flateyri, í samstarfi við verkefnisstjórn á grundvelli samnings milli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðarstofu. Sjá nánar hér.

Gerð er sú krafa að verkefnastjórinn hafi aðsetur á Flateyri en bærinn hefur verið vinsæll meðal listafólks að sunnan sem hefur keypt sér hús það síðustu ár. Má þá helst nefna stíltvennuna Kormák Geirharðsson og Skjöld Sigurjónsson, Áslaugu Guðrúnardóttur kynningar- og markaðsstjóri Listasafns Reykjavíkur og Runólfur Ágústsson lögfræðingur og frumkvöðull og kvikmyndagerðarmanninn Sindra Kjartansson.  Rithöfundurinn Huldar Breiðfjörð hefur einnig keypt fasteign á Flateyri sem og handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson. Júlíus Þorfinnsson forstjóri Stoða keypti Tankinn, skemmtilegt mannvirki sem stendur við bæjarmörkin ásamt eiginkonu sinni Þórunni Ásdísi Óskarsdóttur hönnuði og Karli Hjálmarssyni.

Helena Jónsdóttir fráfarandi verkefnastjóri á Flateyri. Mynd Sigtryggur Ari
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins