fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Rannsókn á mengun frá gosinu í Holuhrauni – „Það er ekki hægt að útiloka að einhver hafi dáið“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 09:00

Frá gossvæðinu í Geldingadal. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að brennisteinssýra í andrúmsloftinu vegna eldgossins í Holuhrauni hafði ekki síður áhrif á öndunarfærasjúkdóma en brennisteinsdíoxíð. Um 20% fleiri leituðu á heilsugæslustöðvar vegna öndunarfærasjúkdóma og 20% meira var tekið út af lyfjum vegna þeirra.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Hanne Krage Carlsen, doktor í lýðheilsufræðum við Gautaborgarháskóla, að niðurstöðurnar hafi komið á óvart. Hún gerði rannsóknina í samstarfi við eldfjallafræðinginn Evgeníu Ilynskaja. Rannsóknin hefur verið birt í tímaritinu Nature Communications en hún var unnin af Háskóla Íslands og Háskólanum í Leeds.

Á meðan á gosinu í Holuhrauni stóð voru gefnar út viðvaranir vegna brennisteinsdíoxíðsmengunar en engar viðvaranir voru gefnar út vegna brennisteinssýrunnar sem ummyndaðist i gosmekkinum. Áhrif hennar voru meiri á eldra fólk og komu aðallega fram samdægurs eða innan örfárra daga. „Okkur dettur í hug að aldraðir hafi passað sig meira þegar viðvaranir komu um brennisteinsdíoxíð,“ er haft eftir Hanne.

Mengunar varð vart í Reykjavík, um 250 kílómetra frá Holuhrauni, haustið 2014. Einnig er vitað að agnir frá gosinu í Holuhrauni bárust til meginlands Evrópu en engar rannsóknir eru til um heilsufarsleg áhrif gossins þar eða langtímaáhrif þess hér á landi. Helstu sjúkdómarnir sem fylgdu menguninni voru astmi, bronkítis, lungnabólga og nefrennsli.

Á heimsvísu látast rúmlega þrjár milljónir manna ótímabærum dauða árlega vegna mengandi agna, bæði frá eldfjöllum og manngerðra.

Hanne og Evgenía fengu ekki aðgang að gögnum um dánartíðni hér á landi og því sagðist Hanne ekki treysta sér til að fullyrða að einhver hafi látist vegna gossins í Holuhrauni en sagði: „Það er ekki hægt að útiloka að einhver hafi dáið.“ Hún benti jafnframt á að einn og einn dagur hér á landi á fjögurra mánaða tímabili væri ekki sambærilegt við að búa í mengaðri stórborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við