Samkvæmt því sem kemur fram í umfjöllun New York Post þá ákváðu McNeely og slátrarinn að opna maga dýrsins og þá blasti við þeim sjón sem kom mjög á óvart.
Í maga þessa 200 kílóa dýrs fannst eitt og annað sem það hafði ekki getað melt. „Við opnum venjulega ekki magann en það gerðum við í dag. Fimm hundamerki, byssuskot, kveikja, fullt af skjaldbökuskeljum og klær af fjölda gaupa. Það var hægt að lesa tvö af hundamerkjunum og símanúmer var enn virkt,“ segir á Facebooksíðu Cordray.
Að sjálfsögðu var hringt í númerið og kannaðist sá sem svaraði við að hafa átt hund sem hvarf á svæðinu þar sem krókódílinn var drepinn. Það gerðist þegar hann var að skoða hús á svæðinu fyrir 24 árum!