fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Þrjár ótrúlegar sögur af geimförum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 07:00

Yuri Gagarin, fyrsti maðurinn til að fara út í geiminn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær voru 60 ár liðin frá því að fyrsta manneskjan fór út í geiminn en það var Sovétmaðurinn Yuri Gagarin sem fór þá einn hring um jörðina. Margt hefur gerst í geimferðum síðan Gagarin ruddi brautina fyrir mannaðar geimferðir. Menn hafa farið til tunglsins og gengið á yfirborði þess, Alþjóðlega geimstöðin hefur verið á braut um jörðina í rúmlega 22 ár og einkafyrirtæki eru farin að hasla sér völl í geimferðum.

Í heildina hafa um 560 manns farið út í geiminn frá upphafi og eitt og annað hefur gerst.

Meðal þess sem er einna eftirminnilegast er þegar Sovétmaðurinn Sergei Krikalev var skotið út í geim 1991 til dvalar í rússnesku geimstöðinni Mir. Á meðan á dvöl hans þar stóð hrundu Sovétríkin og Krikalev átti ekki afturkvæmt til heimalandsins, það var ekki til lengur. Hann fékk skilaboð um að dvelja lengur í geimstöðinni því Rússar áttu ekki peninga til að senda geimfar með annan geimfara, til að leysa Krikalev af, á loft. Í fjölmiðlum var sagt að hann hafi verið strandaður í geimstöðinni en það var ekki alveg rétt því geimskip var tengt við hana en það var ætlað til notkunar í neyðartilfellum. En nauðsynlegt var að einhver væri alltaf í Mir til að annast viðhald geimstöðvarinnar. Krikalev átti að vera þar í um þrjá mánuði en þegar upp var staðið dvaldi hann þar í 311 daga. Þetta hafði ekki neikvæð áhrif á hann því hann fór aftur út í geiminn og dvaldi samtals í 803 daga þar.

Elsti geimfarinn er John Glenn sem fór í geimferð 1998 þegar hann var 77 ára. Hann hafði farið út í geiminn á sínum yngri árum eða 1962 og var öldungadeildarþingmaður og því fékk hann að fara aftur í geimferð. Öll gögn voru til staðar um áhrif geimferðarinnar á hann þegar hann var yngri og tóku vísindamenn því fagnandi að geta aflað nýrra gagna um áhrif geimferðarinnar á hann á þessum aldri. Þessar upplýsingar voru taldar geta gagnast vel við rannsóknir á öldrun. Glenn lést ári eftir að hann fór í geimferðina.

Þegar Apollo 14 fór til tunglsins 1971 tók Alan Shepar golfkylfu og golfkúlur með. Í beinni sjónvarpsútsendingu tók hann fyrstu golfsveifluna á tunglinu. Hann var þekktur spaugari og hugmyndin þótti góð og vakti mikla athygli. Shepard sagði að kúlan hefði flogið mílu eftir mílu enda er ekkert andrúmsloft á tunglinu og því engin loftmótstaða. En þetta var nú ekki alveg rétt hjá honum því hún fór aðeins um 30 metra. Hvort það var af því að hann var ekki betri golfari en það eða hvort hann hafi átt erfitt með sveifluna vegna geimbúningsins er ekki vitað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn