Liðsfélagar Harðar Björgvins Magnússonar í CSKA Moskvu gengu út á völlinn fyrir leik sinn gegn Rodor Volgograd í dag klæddir bolum sem á voru rituð hvatningarorð til Íslendingsins. Hörður meiddist illa á hásin nýlega og verður frá í einhverja mánuði.
Leikurinn er liður í rússnessku úrvalsdeildinni og stendur ný yfir. Á bolunum sem leikmennirnir klæddust stóð ,,láttu þér batna.“ Skilaboðin voru ýmist á íslensku eða rússnessku. Þess má geta að Arnór Sigurðsson spilar einnig með CSKA. Hann lagði einmitt upp fyrra mark liðsins, sem leiðir 2-0.
Fallega gert af félaginu og við vonum svo sannarlega að Hörður verði mættur aftur á völlinn sem fyrst.
Really thankful for this gesture from my teammates, the club and fans ❤️💙 It means alot and motivates me. We are in this together!
Благодарен за этот жест партнёрам по команде, клубу и болельщикам ❤️💙 Это многое значит для меня и сильно мотивирует. Мы единое целое! @pfc_cska https://t.co/8UqEReRtFz
— Hörður B. Magnússon (@HordurM34) April 12, 2021