FC Bayern hefur gefist upp í viðræðum sínum við umboðsmann Georginio Wijnaldum miðjumanns Liverpool. Abendzeitung í Þýskalandi segir frá.
Wijnaldum er þrítugur en samningur hans við Liverpool er á enda í sumar, allar líkur eru á að hann fari frítt frá félaginu.
Wijnaldum hefur ekki náð samkomulagi við Liverpool en launakröfur hans eru sagðar ansi rausnarlegar.
Þýskir miðlar segja að umboðsmaður Wijnaldum hafi ferðast til Þýskalands til að fara í viðræður, forráðamenn Bayern hafi hins vegar fljótt slitið viðræðum þegar umboðsmaðurinn bar upp launakröfur leikmannsins.
Wijnaldum hefur verið sterklega orðaður við Barcelona en óvissa um framtíð Ronald Koeman hefur tafið það ferli.