Það má með sanni segja að það hafi soðið á stuðningsmönnum Manchester United eftir ákvörðun Chris Kavanagh í leik liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Á 33. mínútu kom Edinson Cavani, Manchester United yfir með marki eftir stoðsendingu frá Paul Pogba.
Markið var hins vegar skoðað í VAR og þar var komist að þeirri niðurstöðu að Scott McTominay, miðjumaður Manchester United, hafði brotið af sér í uppbyggingu sóknarinnar þegar að hann slæmdi hendinni í andlit Heung Min Son, sóknarmann Tottenham. Markið var því ekki tekið gilt og aukaspyrna dæmd.
Son er því miður aumingi.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) April 11, 2021
Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United, var hársbreidd frá því að stúta sjónvarpinu sínu.
My tv is moments away from being on the patio in 100 pieces #var 🤯
— Rio Ferdinand (@rioferdy5) April 11, 2021
Son er aumingi
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) April 11, 2021
Fokking grín þetta fokking VAR.
— Sigurđur Gìsli (@SigurdurGisli) April 11, 2021
Mike Phelan’s reaction is how we all feel about VAR 😂😂😂 pic.twitter.com/KHwh9VSIqq
— Footy Humour (@FootyHumour) April 11, 2021