fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Styrmir Gunnars varpar sprengjum í Mogganum – „Nokkuð ljóst að það stefnir í vinstristjórn“

Heimir Hannesson
Laugardaginn 10. apríl 2021 18:30

Styrmir Gunnarsson er látinn, 83 ára að aldri. Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn á við ímyndarvanda að stríða sem einkennist af veikri forystu flokksins og málefnalegri þurrð. Þetta má lesa úr grein Styrmis í Morgunblaðinu í dag. Hann segir jafnframt ljóst að óbreyttu muni vinstristjórn taka við stjórn landsins og vandar núverandi forystu flokksins ekki kveðjurnar.

„Það er mjög útbreidd skoðun að fiskveiðikvótinn hafi leitt til stórvaxandi ójöfnuðar og Sjálfstæðisflokknum kennt um. Hann er talinn helzta vígi margvíslegra sérhagsmuna. Það er alrangt en því er aldrei mótmælt af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins,“ skrifar Styrmir. Hann segir raunveruleikann vera sá að vinstristjórn Framsóknar, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks hafa tekið upp frjálst framsal kvóta án þess að taka upp auðlindagjald í leiðinni.

Styrmir kallar þetta „sennilega mesta tilflutning eigna á Íslandi frá siðaskiptum.“ „Talsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki séð ástæðu til að leiðrétta þennan misskilning.

Styrmir nefnir þá tvær skoðanakannanir sem dæmi um erfiða stöðu flokksins. Önnur er sú sem sýndi að Sjálfstæðisflokkurinn myndi missa mann úr borgarstjórn ef kosið yrði nú, og hin könnun um vinsældir ráðherra, en ráðherrar Sjálfstæðisflokksins þóttu koma heldur illa úr þeirri könnun, þó einna helst Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.

Vinstristjórn í kortunum í haust

„Það er tilhneiging til þess í Valhöll og víðar að yppta öxlum yfir slíkum fréttum en það er misskilin afstaða. Þær segja sína sögu,“ skrifar Styrmir þá. „Þegar saman fara vísbendingar af þessu tagi og hins vegar heimildir um að Framsóknarflokkurinn sé að taka eina af sögulegum beygjum til vinstri, er nokkuð ljóst að það stefnir í vinstristjórn að loknum kosningum í haust.“

Styrmir rifjar það þá upp hvernig skilið var við ESB umsóknina og segir að þó Framsókn sé treystandi í þeim málum, sé aldrei að vita nema Samfylkingin vaði af stað í þá vegferð á ný.

Verkefni Sjálfstæðismanna fram undan eru því margvísleg. Flokkurinn þarf að skýra það út fyrir kjósendum hverjir það voru sem gáfu útgerðinni kvótann og að Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um að gera tillögur auðlindanefndar að sínum. Styrmir skrifar:

Það er auðvitað löngu kominn tími til að stjórnmálaöflin standi við það í raun, sem fært hefur verið í lög, að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar. Það gerðist að vísu ekki fyrr en þingmaður hafði hringt í LÍU og spurt hvort það væri í lagi að setja slík ákvæði í lög. Sá þingmaður var ekki úr Sjálfstæðisflokknum.

Loks er ljóst að Evrópumálin verða lykilatriði í kosningunum. Þar verður stefna Sjálfstæðisflokksins að vera skýr og ekkert miðjumoð af því tagi sem flokkurinn leyfði sér að hafa uppi í umræðum um orkupakka 3.

Líkir stjórnarfari ESB við stjórnarháttum þriðja ríkisins

Styrmir segir að Evrópusinnar séu enn að „boða“ aðild að ESB. „. Í mörg undanfarin ár hefur verið alveg skýrt hvað ESB er. Það er aðferð til þess að losna við lýðræðið og tryggja völd umboðslausra og andlitslausra embættismanna.“ Því næst líkir hann stjórnarháttum ESB við stjórn Titos og segir lítinn mun þar og á stjórnarháttum í þriðja ríkinu.

„Í kosningunum í haust þarf að kveða niður boðskap ESB-sinna sem vilja í raun gera Ísland að litlum áhrifalausum hreppi í Evrópu,“ skrifar Styrmir. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf að endurheimta sinn fyrri
styrk til þess að geta stöðvað þetta lið sem sér enga ástæðu til að þessi litla þjóð ráði sér sjálf.“

Styrmir segir þá að lokum:

Fyrr á árum skipti máli að útiloka vinstristjórnir vegna varnarmála.

Nú skiptir það máli vegna sjálfstæðis Íslands

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Wolt í samstarf við Domino´s

Wolt í samstarf við Domino´s
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“