fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Segja alræmda glæpafjölskyldu hafa staðið á bak við ótrúlegan demantaþjófnað

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. apríl 2021 22:00

Flóttabíll þjófanna. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska lögreglan segir að Abdul Majed Remmo, 21 árs, hafi staðið á bak við stærsta listaverkaþjófnað síðari tíma í Þýskalandi. Hann naut aðstoðar tvíburabróður síns og þriggja annarra ættingja. Lögreglan leitar að Abdul en hinir hafa verið handteknir og sitja í gæsluvarðhaldi. Abdul, sem lögreglan segir að tilheyri einni alræmdustu glæpafjölskyldu landsins Remmogenginu, hefur verið á flótta síðan þjófnaðurinn átti sér stað í nóvember 2019.

Abdul og samverkamenn hans eru grunaðir um að hafa stolið fjölda ómetanlegra demanta úr listaverkasafninu í Grünes Gewölbe í DresdenThe National segir að margt bendi til að Abdul nái að leynast með því að nýta sér víðtækt tengslanet sitt í undirheimunum.

Það var þann 25. nóvember 2019 sem grímuklæddir menn komust inn á safnið og stálu demöntum sem voru þar til sýnis. Talið er að þeir hafi stolið demöntum að verðmæti rúmlega eins milljarðs evra.

Þjófunum tókst að tryggja sér vinnufrið með því að kveikja eld í spennistöð nærri safninu. Rafmagn fór þá af svæðinu og þjófavarnarkerfi safnsins slökkti á sér vegna rafmagnsleysis. Þjófarnir gátu því klippt járnrimla, sem voru fyrir glugga, í sundur og komist inn. Þeir létu síðan greipar sópa á nokkrum mínútum og höfðu sig á brott.

New York Times hefur eftir Jürgen Schmidt, sem er saksóknari í málinu, að lögreglunni hafi tekist að tengja hina grunuðu við þjófnaðinn með því að fylgjast með þeim og með því að nota hátæknibúnað.

Þýsk yfirvöld segja að um 1.000 manns tilheyri Remmogenginu og að margir þeirra tengist fjölskylduböndum, séu komnir af arabíska minnihlutanum í Tyrklandi. Meðlimir gengisins hafa komið að mörgum stórum ránum og þjófnuðum í Þýskalandi síðan á tíunda áratugnum. Sem dæmi um umfang afbrota þeirra má nefna að 2017 gat lögreglan tengt meðlimi gengisins við 1.000 afbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið