fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Pressan

Tugir þúsunda breskra nemenda hafa skýrt frá kynferðislegu ofbeldi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. apríl 2021 18:30

Mynd úr safni og tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmikið hneykslismál þróast nú leifturhratt í Bretlandi. Málið snýst um kynferðislegt ofbeldi í skólum landsins. Lögreglan, ráðuneyti og mörg samtök reikna með að í tengslum við málið verði gríðarlegur fjöldi kynferðisbrotamála kærður, sá mesti í sögunni.

Á nokkrum vikum hafa mörg þúsund manns, aðallega ungar konur, skrifað um upplifanir sína á vefsíðuna everyonesinvited.uk. Í færslunum er skýrt frá menningu þar sem kynferðisleg áreitni, kynferðislegt ofbeldi og í sumum tilfellum nauðganir hafa átt sér stað, í flestum málanna voru það aðrir nemendur sem voru gerendur. Margir af skólunum, sem koma við sögu, eru einkaskólar þar sem foreldrarnir greiða sem nemur um 5 milljónum íslenskra króna á ári fyrir námsvist barna sinna.

Umfang ofbeldisins er óþekkt en yfirvöld taka málið mjög alvarlega á grunni þeirra lýsinga sem nú þegar hafa birst á síðunni. Um er að ræða ofbeldi í grunn- og framhaldsskólum.

Lundúnalögreglan hefur nú þegar hafið rannsókna á skólum í borginni og ríkisstjórnin hefur sett teymi á laggirnar sem á að vinna hratt að því að kortleggja umfang þessara mála um allt land.

Umræðan um þetta hófst í kjölfar morðsins á Sarah Everard, 33 ára, sem var myrt nýlega þegar hún var gangandi á leið heim til sín.

Lögregla og ákæruvald ætla á næstu vikum að fara yfir þær færslur sem hafa birst á fyrrgreindri heimasíðu og sérstakri símalínu hefur verið komið upp sem fórnarlömb geta hringt í.

Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði í samtali við The Telegraph að ef skólar geti ekki uppfyllt eðlilegar kröfur hvað varðar öryggi nemenda þá áskilji ríkisstjórnin sér rétt til að loka þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Þegar þú situr fyrir framan skjá allan daginn þá verður þú kona. Rannsóknir hafa sýnt fram á þetta“

„Þegar þú situr fyrir framan skjá allan daginn þá verður þú kona. Rannsóknir hafa sýnt fram á þetta“
Pressan
Í gær

Eiginkona þekkts rokkara skotin af lögreglu eftir æsilega atburðarás

Eiginkona þekkts rokkara skotin af lögreglu eftir æsilega atburðarás
Pressan
Í gær

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump