Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið hefur eftir heimildarmönnum, sem hafa lesið gögnin, að ekki sé að sjá að hugur hafi verið leiddur að því að fullnægjandi lagastoð væri fyrir reglugerðinni eða að gætt væri að meðalhófsreglu fyrr en þann 29. mars en ríkisstjórnarfundur var haldinn daginn eftir. Segir blaðið að þá virðist lögfræðingur forsætisráðuneytisins hafa verið fenginn til að semja minnisblað til að svara athugasemdum og spurningum um þetta en þær höfðu komið fram í þjóðmálaumræðunni. Áður hafði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnt fullbúin drög að reglugerðinni í ríkisstjórn.
Morgunblaðið segir að svo virðist sem engin lögfræðileg greining hafi átt sér stað á vegum heilbrigðisráðuneytisins á meðan unnið var að gerð reglugerðarinnar. Hún tók samt sem áður gildi og byrjað var að framfylgja henni.